Möguleikar í matarferðamennsku

Baldvin Jónsson hefur staðið fyrir kynningu á landbúnaðarvörum erlendis í …
Baldvin Jónsson hefur staðið fyrir kynningu á landbúnaðarvörum erlendis í tvo áratugi. Hann segir Ísland með vannýtt tækifæri í framleiðslu á hágæða matvælum. Rósa Braga

Íslendingar ættu í auknum mæli að huga að fersku fiskmeti í stað frosinna fiskafurða og færa sig frekar yfir í lúxusframleiðslu á landbúnaðarafurðum í stað magnframleiðslu. Þetta segir Baldvin Jónsson, en hann hefur staðið fyrir kynningu og dreifingu á landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum í hátt í tvo áratugi. Hann segir jafnframt að Ísland þurfi í auknum mæli að leggja stund á matvælatengda ferðamennsku, en hráefni og framleiðsla sé nú þegar orðin það góð að hún geti staðið undir hágæða eftirspurn.

Auka hlutdeild fersks fisks

Baldvin segir að upphaflega hafi verið byrjað að selja íslenskar landbúnaðarvörur á neytendamarkað erlendis í kringum 1995. Evrópski markaðurinn hafi fyrst verið skoðaður, en svo hafi menn dottið niður á þann ameríska, en Baldvin segir að þar séu framsæknustu gæðamatvöruverslanirnar í dag. Hann hefur meðal annars byggt upp samskipti við Whole Foods-keðjuna, en um daginn kom hingað stór hópur frá versluninni til að kynnast íslenskri matvælaframleiðslu.

Þegar horft er til sjávarútvegsins segir Baldvin að hæsta verðið fáist fyrir ferskan fisk. Með bættum aðferðum við geymslu fisks hafi náðst að auka mikið það sem sent er út, en Baldvin telur að setja eigi upp ákveðin markmið um ennþá meiri aukningu á þessu sviði.

Hærra verð fyrir vottaðar vörur 

Þá telur hann að Ísland eigi að geta náð langt með að fá vottun sem sjálfbært land og einnig að horfa til þess að verða fyrsta land í heimi sem ekki notist við erfðabreytt fóður. Segir hann að erlendis sé mikil eftirspurn eftir slíkum vörum og með réttri markaðssetningu sé hægur vandi að komast inn á þann hágæðamarkað sem slíkar vörur fara á. Þar fáist að jafnaði mun hærra verð fyrir vöruna og því skili það sér í meiri framlegð.

Matarferðamennska sem leiðarljós

Þessi aukna lúxusframleiðsla sem Baldvin talar fyrir er ekki aðeins tengd útflutningi, en hann segir að Ísland eigi inni ónýtt tækifæri í matarferðamennsku. „Það vantar miklu meira að maturinn sé nýttur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Til dæmis í vetrarferðamennsku ætti maturinn að vera leiðarljósið, að fólkið komi hingað í matarferðir, fari að heimsækja bændur til sveita og fari jafnvel á bát og veiði fisk á línu. Þannig upplifir það frumframleiðsluna og því felast mestu tækifærin okkar,“ segir Baldvin.

Hann segir að fram að framleiðendur og kokkar séu orðnir það góðir að þeir geti vel staðið undir svona eftirspurn. Helsta vandamálið sé ákveðin minnimáttarkennd sem einkenni Íslendinga á þessu sviði, en hann segir að þeir telji sig ekki enn með nægjanlega góða vöru. „Það vantar meira af þessari hugsun að við séum frekar markaðsþenkjandi og framleiðum fyrir gæðamarkað, í stað þess að vera bara með mikla framleiðslu,“ segir Baldvin.

Auk fyrrgreindra atriði segir hann að halda þurfi áfram þeirri þróun sem eigi sér stað með aukaafurðir. Þannig hafi til dæmis náðst góður árangur með því að vinna roð af fiski í fataframleiðslu og að nýta prótín í krem og húðvörur. Þar segir Baldvin að séu einnig mjög góð sóknarfæri.

Whole Foods matvörukeðjan í Bandaríkjunum leggur mikið upp úr vottuðum …
Whole Foods matvörukeðjan í Bandaríkjunum leggur mikið upp úr vottuðum vörum. Baldvin segir mikla sóknarmöguleika á slíka markaði. Mynd/Whole Foods
Baldvin telur að nýta eigi íslenska matarmenningu mun meira í …
Baldvin telur að nýta eigi íslenska matarmenningu mun meira í ferðaþjónustunni. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK