Þykir óréttlátt að þeir sem staðgreiði borgi álag

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um greiðsluþjónustu.

Hann segir að verði það að lögum geti það leitt til almennrar lækkunar á verði sem nemur allt að 1-2%. „Það myndi auka kaupmátt heimila og lækka verðtryggðar skuldir þeirra,“ segir hann. Verðlag í landinu innifeli álag vegna 20 daga greiðslufrests.

Frosti rekur ástæðuna til þess að söluaðilum er meinað af greiðsluþjónustufyrirtækjum að bjóða neytendum sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé betra verð en þeim sem greiða með greiðslufresti, þ.e. kreditkorti. „Þess vegna hafa söluaðilar neyðst til að setja álag vegna greiðslufrests inn í verðlagið,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK