Keyptu í Bakkavör í gegnum Tortóla-félag

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnenedur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnenedur Bakkavarar. mbl.is/Skapti

Tortóla-félag í eigu Bakkavararbræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona var skráð hjá Fyrirtækjaskrá hér á landi síðastliðið sumar svo að hægt væri að nýta fjármuni fyrirtækisins til þess að fara fjárfestingarleið Seðlabankans.

Það var gert samhliða kaupum á 25% hlut í Bakkavör fyrir fjóra milljarða króna. Fjárfestingarleið Seðlabankans veitir um 20% afslátt á krónukaupum fyrir erlendan gjaldeyri gegn því að fjárfest sé hér á landi til lengri tíma.

Bræðurnir eiga 38% hlut í Bakkavör í gegnum Tortóla-félagið Alloa Finance. Það á 20% hlut í Bakkavör í eigin nafni og dótturfélag þess, Korkur Invest, á 18% hlut. Korkur var settur á stofn til þess að fara fjárfestingarleið Seðlabankans, að því er fram kemur í umfjöllun um kaup þessi í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK