Skýringar KSÍ um miðasölukerfið rangar

Fjölmargir stuðningsmenn íslenska landsliðsins fengu ekki miða í morgun þegar …
Fjölmargir stuðningsmenn íslenska landsliðsins fengu ekki miða í morgun þegar þeir uppgötvuðu að uppselt var á leikinn. Eggert Jóhannesson

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni mida.is, er ólíklegt að álag, sem skapast gæti vegna sölu miða á leik Íslands og Króatíu, hefði sett kerfi fyrirtækisins á hliðina. Hann giskaði á að álagið hefði getað orðið um 15 til 20 þúsund manns ef salan hefði verið um miðjan dag, en að kerfið ætti að þola mun meira en 20 þúsund beiðnir. Aðspurður sagði hann að þetta væri með stærri viðburðum sem midi.is hefði staðið að, en gat þó ekki staðfest að þetta væri stærsta einstaka miðasalan. 

Í nótt hófst miðasala á leik Íslands og Króatíu í HM-umspilinu og voru allir miðar uppseldir klukkan 7:30. Margir eru ósáttir með þessa ákvörðun KSÍ og segja að hún ýti undir svarta sölu á miðunum. Í samtali við mbl.is í morgun sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, að ástæðan fyrir því að miðarnir fóru í sölu svo snemma hafi verið að kerfi miðasölunnar hefðu aldrei þolað álagið ef salan hefði hafist um miðjan dag. „Það vissu allir að það yrði mikið meiri eftirspurn heldur en framboð á miðum. Ef við hefðum auglýst einhvern tiltekinn tíma þá hefði kerfið aldrei þolað það,“ sagði Þórir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK