Bankaskattur bitni mest á konum

Friðbert Traustason er formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Friðbert Traustason er formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þorkell Þorkelsson

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), segir að auknar álögur á fjármálafyrirtæki hafi bitnað með verulegum hætti á starfsmönnum fjármálafyrirtækja og fjölskyldum þeirra undanfarin ár. Þær komi mest niður á konum, sem eru um 70% af öllum starfsmönnum fjármálafyrirtækja.

Í grein í nýjasta tölublaði SSF segir Friðbert að ef áætlanir ríkisstjórnarinnar gangi eftir verði heildarskattar og gjöld íslenskra fjármálafyrirtækja hærri en greidd laun þessara sömu fyrirtækja á næsta ári. Engin önnur starfsstétt þurfi að búa við sambærileg starfsskilyrði.

Hann segir að þeir alþingismenn sem samþykktu aukna skattheimtu á fjármálafyrirtæki hafi ekki vitað að lengst af hafi konur skipað um og yfir 70% starfa við fjármálafyrirtækin. „Það er hreint með ólíkindum að þurfa að lesa og upplifa slíkan fjandskap gagnvart einni tiltekinni starfsstétt, alveg sérstaklega frá löggjafanum sem talar á hátíðarstundum um að efla og fjölga störfum kvenna,“ segir Friðbert jafnframt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK