Fjármagnshöftin kostuðu 80 milljarða

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Viðskiptaráð hefurlagt mat á áhrif haftanna á nýliðun og vöxt fyrirtækja innan alþjóðageirans. Þetta mat gefur til kynna að fjármagnshöftin hafi dregið úr útflutningi innan alþjóðageirans um allt að 80 milljarða króna árið 2013. Sú upphæð jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyri á hverja fjölskyldu landsins, samkvæmt frétt á vef Viðskiptaráðs.

Fjármagnshöftin og áhrif þeirra á fyrirtæki innan alþjóðageirans voru mikið rædd á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Fimm árum frá setningu eru höftin enn til staðar og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir.

„Trúverðug áætlun til afnáms hafta þjónar lykilhlutverki ef koma á í veg fyrir að þessi skaði aukist enn frekar. Slík áætlun þarf að vera heildstæð og styðja við vaxtargrundvöll fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi. Í því felst að ekki sé eingöngu tekið á afmörkuðum hlutum vandans, líkt og bönkum í slitameðferð, heldur horft til þess hvernig megi afnema höft á alla aðila á sem skemmstum tíma,“ segir á vef Viðskiptaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK