Settu 250 milljónir í Hótel Sögu

Hótel Saga.
Hótel Saga.

Bændasamtök Íslands lögðu Hótel Sögu til 250 milljónir króna í nýtt eigið fé og fengu skuldir niðurfelldar í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Hótel Sögu ehf.

Í Kjarnanum í dag kemur að þetta er meðal samkomulagsatriða í þríhliða samkomulagi Bændasamtakanna, Arion banka og Hótel Sögu ehf. um fjárhagslega endurskipulagningu hótelsins. Greint er frá samkomulaginu í ársreikningi samtakanna fyrir árið 2013, sem Kjarninn hefur undir höndum.

Bændasamtökin fá tekjur meðal annars af fjárlögum og fá samtals 492,2 milljónir króna samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2014. Fjárframlag Bændasamtakanna til Hótel Sögu nemur

því ríflega helmingi fjárhæðarinnar sem samtökin fá á þessu ári, segir enn fremur í Kjarnanum.

Í skýringum í ársreikningnum kemur fram að Arion banki hafi leyst til sín allt hlutafé í Hótel Íslandi, sem var einnig í eigu Bændasamtakanna, í tengslum við uppgjörið en það hefur nú verið selt til nýrra eigenda. Tekið er að fram að víkjandi lán Bændasamtakanna til Hótel Íslands hafi verið fellt niður og nýir lána- samningar gerðir við Arion banka.

„Með þessum aðgerðum er sú biðstaða, sem lesa hefur mátt út úr ársreikningum Bændasamtakanna undanfarin ár um Hótel Sögu ehf., að baki,“ segir í ársreikningnum.

Rekstur Hótel Sögu hefur verið í óvissu undanfarin ár vegna mikilla skulda, en virði eigin fjár Bændasamtakanna hefur verið fært niður í núll frá árinu 2010. Árið 2009 var eigið fé Hótel Sögu neikvætt um 1,8 milljarða króna. Sindri Sigurgeirsson, formaður stjórnar Bændasamtakanna, vildi ekki upplýsa við Kjarnann hversu miklar skuldir Bændasamtökin fengu niðurfelldar. Hann sagði samkomuvera trúnaðarmál á milli samtakanna og Arion banka og vildi ekki fara út í efnisatriði þess.

„Ég get þó sagt að niðurstaða þessa samkomulags var góð fyrir samtökin og rekstur hótelsins gengur vel. Það er gaman að taka þátt í ferðaþjónustunni núna, mikill uppgangur,“ sagði Sindri.

Í lok nóvember kom fram í Morgunblaðinu kom fram að Arion banki hafi eignast Hótel Ísland sem var dótturfélag Hótels Sögu. Er það hluti af samningum um skuldir Hótels Sögu sem er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Skuldir Hótels Sögu hækkuðu mjög í efnahagshruninu 2008. Lengi hefur verið unnið að samningum um afskrift hluta skuldanna. „Það hefur tekið of langan tíma að greiða úr þessu,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið.

Hótel Saga tók við rekstri Hótels Íslands eftir að Búnaðarbankinn eignaðist það hótel og keypti síðan félagið. Hótel Ísland fer nú aftur til bankans með skuldum. Sindri segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvað bankinn felli niður miklar skuldir enda fari það eftir því hvernig unnið verður úr eignunum sem skipta um hendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK