Sævar ráðinn aðstoðarforstjóri 365

Sævar Freyr Þráinsson, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365.
Sævar Freyr Þráinsson, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365.

Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla ehf. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsáskriftarsviðum 365.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að Sævar muni hefja störf 1. júlí og að Stefán H. Hilmarsson muni þá hverfa til annarra starfa fyrir eigendur félagsins. 

Þá kemur fram, að fjárfestar hafi samþykkt að auka hlutafé 365 miðla um nálega einn milljarð króna með kaupum á nýjum flokki hlutafjár. Að sögn Ara Edwald, forstjóra 365, mun hlutafjáraukningunni ljúka í júní. Hún sé á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK