Þeir ríku ríkari en nokkru sinni fyrr

AFP

Ríka fólkið í Bretlandi er nú ríkara en það hefur nokkurn tíma verið. Samanlögð eign þeirra 1000 ríkustu nemur 520 milljörðum punda, 98.664 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Sunday Times í dag. Hefur eign þeirra 1000 ríkustu aukist um 15% á milli ára.

Philip Beresford, sem hafði umsjón með gerð listans, segir að hann hafi aldrei áður séð jafn mikið stökk á milli ára í persónulegum auðæfum.

Þeir ríkustu eru bræðurnir Srichand og Gopichand Hinduja en eignir þeirra eru metnar á 11,9 milljarða punda. Í fyrra var það rússneski kaupsýslumaðurinn, sem er helsti eigandi Arsenal FC, Alisher Usmanov, sem var í fyrsta sætinu.

Meðal hástökkvara á listanum eru hönnuðir tölvuleikja, svo sem Sam og Dan Houser sem bjuggu til Grand Theft Auto og fjórir af eigendum fyrirtækisins sem hannaði Candy Crush Saga. 

En hástökkvarinn eru Carrie og Francois Perrodo og fjölskylda en þeir eiga olíu- og gasfyrirtækið Perenco. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á 6,14 milljarða punda og eru þeir í fjórtánda sæti listans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK