Skuldir einkageirans lækka enn

Skuldir einkageirans voru tæplega 250% af landsframleiðslu í lok síðasta árs eða rúmlega helmingi lægri en þegar þær voru mestar í lok þriðja ársfjórðungs. Þær hafa ekki verið jafn lágar síðan um mitt ár 2005, að því er fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag.

Þar segir að skuldir heimila hafi numið um 105% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2013 og hafi þá lækkað um fimm prósentur milli ára og um 28 prósentur frá því að þær voru mestar á fyrsta ársfjórðungi 2009.

Skuldir fyrirtækja lækkuðu sem nemur 24 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári og mældust um 141% af landsframleiðslu í lok ársins eða um 242 prósentum lægri en eþgar þær voru hvað mestar haustið 2008.

Í Peningamálum segir að þrátt fyrir meiri lækkun skulda hér á landi í kjölfar núverandi fjármálakreppu en hjá öðrum þjóðum sé skuldsetning einkageirans enn nokkur í alþjóðlegum samanburði þar sem heimili og fyrirtækji hafi safnað gríðarlegum skuldum í aðdraganda kreppunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK