Hefur áætlunarflug til Genfar

Á myndinni eru Sigurvin Einarsson, flugstjóri og Ómar Magnússon, flugmaður, …
Á myndinni eru Sigurvin Einarsson, flugstjóri og Ómar Magnússon, flugmaður, auk flugfreyjanna Söru Reginsdóttur, Ingu Hugborgar Ómarsdóttur, Kristínar Sigurðardóttur og flugþjónsins Andra Kristins Ágústssonar. Farþegarnir heita Callagy Ross og Tori Scarzello. Ljósmynd/Icelandair

Fyrsta flug Icelandair til Genfar í Sviss var farið í morgun og þar með hófst áætlunarflug félagsins til borgarinnar. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 23. september. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Haft er eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvædastjóra Icelandair, að félagið hafi hafið flug til Zurich í Sviss fyrir ári sem gengið hafi vel. „Við erum að auka tíðni þangað í sumar og lengja ferðatímabilið og bætum nú Genf inn til þess að anna þeirri eftirspurn sem við teljum að sé á þessum markaði. Stærstur hluti farþeganna er, eins og við bjuggumst við, ferðamenn á leið í Íslandsfer.“

Fulltrúar farþega og áhafnar Icelandair klipptu á borða í morgun til að marka upphaf áætlunarflugsins til Genfar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK