Hlutdeild hlutabréfa hjá tryggingafélögum hækkar á ný

Hlutdeild hlutabréfa hefur hækkað í eignasafni tryggingafélaganna.
Hlutdeild hlutabréfa hefur hækkað í eignasafni tryggingafélaganna. Morgunblaðið/Eggert

Samanlagðar eignir allra vátryggingafélaga hér á landi í árslok 2013 voru 163 milljarðar króna. Hækkuðu þær um 10 milljarða frá fyrra ári og fór hlutdeild hlutabréfa í eignasafni úr 12% í 29% árið 2013. Hlutdeild skuldabréfa í eignasafni lækkaði á sama tíma úr 48% í 33%. Minni hagnaður var af rekstri skaðatryggingafélaga á árinu 2013 en á árinu áður. Á það bæði við um vátryggingarekstur og fjármálarekstur. Afkoman telst þó góð í sögulegu samhengi. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins sem birt var í dag.

Þar segir jafnframt að stöðugleiki hafi einkennt rekstur líftryggingafélaga undanfarin ár. Hagnaður þeirra hefur lítillega aukist á milli ára og má rekja þá aukningu til aukins hagnaðar af fjármálarekstri. Hagnaður af líftryggingarekstri heldur áfram að dragast saman.

Á meðan hlutur skuldabréfa lækkaði úr 48% niður í 33% …
Á meðan hlutur skuldabréfa lækkaði úr 48% niður í 33% hækkaði hlutfall hlutabréfa úr 12% upp í 29%
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK