Úr Heklu í hótelgeirann

Þórunnartún 4. Búið er að rífa hliðarhús við bygginguna og …
Þórunnartún 4. Búið er að rífa hliðarhús við bygginguna og farið verður í breytingu á sjálfu húsinu fljótlega. Þórður Arnar Þórðarson

Franz Jezorski, fyrrverandi eigandi í bílaumboðinu Heklu, er einn þeirra sem koma að fjárfestingu í nýju hóteli sem byggja á við Þórunnartún í Reykjavík, beint á móti nýja hótelturninum á Höfðatorgi. Auk Franz er Magnús Einarsson fasteignasali stærsti eigandi að félaginu Þórunnartúni 4 slf. sem á fasteignina og stefnir á að gera talsverðar endurbætur á húsinu.

Breytingartillaga um húsnæðið er nú í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, en í þeim gögnum sem hafa verið lögð fram er óskað eftir því að auka við byggingarmagn á lóðinni. Húsnæðið er í dag rúmir 1.700 fermetrar með leyfi fyrir stækkun upp á 580 fermetra. Samkvæmt breytingartillögunni er horft til þess að leyfð stækkun verði 990 fermetrar. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá síðustu viku er gert ráð fyrir tæplega 100 herbergjum á hótelinu en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það í skipulagsráði.

Horft er til þess að hótelið verði venjulegt borgarhótel þar sem ekki er gert ráð fyrir ráðstefnusölum. Nú þegar hefur lítið hliðarhús verið rifið við húsið, en í framhaldinu verður farið í mikla endurnýjun á húsinu sjálfu.

Franz seldi hlut sinn í bílaumboðinu Heklu á síðasta ári, en í um hálft ár þar á undan hafði staðið styr um endanlegt eignarhald á fyrirtækinu. Í febrúar 2011 keypti Franz Heklu ásamt viðskiptafélaga sínum Friðbert Friðbertssyni. Árið 2013 ætlaði Franz að kaupa Friðbert út samkvæmt samkomulagi þeirra á milli en það gekk ekki upp. Að lokum keypti Volkswagen í Danmörku hlut Franz og varð meðeigandi í félaginu með Friðbert. 

Franz hef­ur áður meðal ann­ars unnið við fast­eigna­sölu og lög­manns­störf. Magnús er fasteignasali hjá Landmark fasteignasölu. Þeir eiga Þórunnartún 4 slf í gegnum félögin Þ4 ehf. og TD á Íslandi ehf., en hvort félag á 49,5% hlut í Þórunnartúni. Þá á félagið Hótelbyggingar ehf. 1% hlut í verkefninu.

Félagið mun ekki koma að rekstri hótelsins, heldur er verið að ræða við erlendar hótelkeðjur um reksturinn.

Breytingartillaga að Þórunnartúni 4 gerir ráð fyrir að byggt verði …
Breytingartillaga að Þórunnartúni 4 gerir ráð fyrir að byggt verði við húsið bakatil.
Franz Jezorski.
Franz Jezorski.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK