Bjórsalan minnkar í rigningunni

Heineken
Heineken Mynd af Wikipedia

Bjórframleiðandinn Heineken kennir óvenjulega blautu veðri um samdrátt í sölu á þriðja ársfjórðungi en salan drógst saman um 1,5 prósent miðað við sama tíma í fyrra og námu sölutekjurnar um 5,1 milljarði evra.

Þá drógst hagnaður fyrirtækisins einnig saman á ársfjórðinginum, eða niður í 460 milljónir evrur. Hagnaðurinn nam 483 milljónum evra á sama tíma í fyrra og nemur munurinn þannig 23 milljónum.

Nokkrar vikur eru síðan bjórframleiðandinn hafnaði yfirtökuboði SABMiller og sögðu forsvarsmenn fyrirækisins vera bjartsýnir þrátt fyrir nýjustu afkomutölur. „Þrátt fyrir viðkvæmt ástand á heimsmarkaði og slæmt veður á þessum annars söluháa tíma héldum við ágætum vexti heilt yfir,“ sagði stjórnarformaðurinn Jean-Francois van Boxmeer.

Ef einungis er litið til vesturhluta Evrópu drógust tekjurnar saman um 8,5 prósent. Ekki er langt síðan Heineken hóf innreið á Asíumarkað og í Afríku, en þar jukust tekjur fyrirtækisins um 10 prósent í Asíu og 3,6 prósent í Afríku. Tiger bjórinn er úr framleiðslu Heineken og þakkaði fyrirtækið gífurlegum vinsældum hans í Víetnam og Malasíu tekjuaukninguna í Asíu.

BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka