Sala kallar á sérstaka athugun

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Árni Sæberg

Þingmaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til þess fyrir Alþingi að kafað verði ofan í sölu Landsbankans á 31,2% hlut sínum í Borgun til Eignarhaldsfélags Borgunnar slf., félags með hálfa milljón í eigið fé. Þar sem Landsbankinn sé í eigi ríkisins hafi um ríkiseign verið að ræða og um sölu á þeim gildi reglur.

Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynninu vegna sölunnar að undanfarin ár hefði Landsbankinn verið áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun og að sú staða hafi verið óviðunandi fyrir Landsbankann. Því hafi þetta verið farsæl úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur. Söluverðið var tæpir 2,2, milljarðar króna.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að salan kalli á sérstaka athugun. Meðal annars verði það athuga hvers vegna hlutir Landsbankans í Borgun hafi ekki farið í opið söluferli, óskaði hafi verið tilboðum og hæsta tilboði tekið. „Mér finnst þetta alvarleg tíðindi.“

Hann sagði að full þörf sé á því að fara dýpra í málið og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferlið var með þessum hætti.

Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK