Jay Z keypti uppáhalds kampavínið

Frá því að flaska af rándýru kampavíni af tegundinni Armand de Brignac sást í myndbandi með Jay Z hafa vörur þess ekki aðeins höfðað til hinna moldríku heldur einnig þeirra sem elska munað og glys. Jay Z lét sér ekki nægja að sýna flöskuna í myndbandi sínu, hann gerði sér lítið fyrir í nóvember og keypti vörumerkið - en flaskan er með spaðaási, með stáláferð og glitrandi.

Flaska af Armand de Brignac kostar um 300 evrur eða um 50 þúsund krónur í Evrópu og Norður-Ameríku þar sem vínið nýtur mestra vinsælda. Einnig er hægt að fá risavaxna flösku, um 30 lítra, og kostar stykkið af henni um 30 milljónir. Flaskan er sögð stærsta kampavínsflaska heims.

Verðið á Armand de Brignac hefur snarhækkað undanfarið þar sem það nýtur mikilla vinsælda meðal fræga fólksins. Það eru menn á borð við David Beckham, Leonardo di Caprio, og Usain Bolt sem vilja ekkert annað kampavín sjá.

Árið 2006 var ljóst að Jay Z hefði snúið baki við eftirlætis víninu sínu, Cristal. Hann reiddist mjög framkvæmdastjóra fyrirtækisins fyrir ummæli sem hann túlkaði sem kynþáttafordóma. 

 Hann ákvað síðan að sniðganga vínið. 

„Það var þá sem ævintýrið hófst,“ segir Philippe Bienvenu, framkvæmdastjóri Cattier, sem framleiðir vínið sem svo er selt sem Armand de Brignac. „Jay Z uppgötvaði flösku frá okkur í verslun í New York og ákvað að nota hana í myndbandi við lagið Show Me What You Got sem verið var að taka upp í Monte Carlo. Þetta varð eins og stóri hvellur.“

Í myndbandinu má sjá Jay Z hafna flösku af Cristal en taka við flösku með spaðaásnum. Vínið fór þegar í stað að njóta vaxandi vinsælda. 

Árið 2010 heimsóttu Jay Z og Beyoncé vínframleiðslu Cattiers. Fjórum árum síðan keypti hann helsta vörumerki þeirra, Armand de Brignac. Verðið hefur aldrei verið gefið upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK