Costco opnar verslun í Garðabæ

Bandaríska verslunarkeðjan Costco ætlar að opna 14.000 fermetra verslun við Kauptún í Garðabæ fyrir næstu jól. Bæjarstjóri Garðabæjar segir þetta gleðifréttir og hafi jákvæð áhrif á samkeppnina og vöruverð á Íslandi. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Fram kemur, að forsvarsmenn bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hafi um nokkurt skeið haft í hyggju að opna verslun hér á landi. Fyrir skömmu festu þeir svo kaup á stórum hluta verslunarhúsnæðis við Kauptún í Garðabæ, þar sem þeir ætla að opna verslun. Costco er þriðja stærsta smásölukeðja í heimi.

„Já við höfum fengið að heyra það að þeir vilji koma í Garðabæinn, hingað í Kauptúnið. Valið stóð á milli Kauptúnsins og Korputorgs. Og við höfum fengið þessar upplýsingar og erum auðvitað himinánægð með það,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í samtali við Rúv.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK