Arion vildi komast hjá sektargreiðslu

„Hér á landi unnu þeir sem að kerfinu koma, í bönkum og kortafyrirtækjum, í góðri trú og töldu sig starfa í samræmi við lög og reglur og hefði Arion banki kosið að semja um breytingar á kerfinu án þess að til kæmi sekt,“ segir í tilkynningu frá Arion banka í tilefni af sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið.

Í tilkynningunni er vísað til þess að greiðslukortakerfið hér á landi var byggt upp að evrópskri fyrirmynd fyrir um 30 árum. Fyrirkomulag þess hafi legið ljóst fyrir frá upphafi og tilhögun milligjalda ekki sætt formlegri gagrýni frá yfirvöldum fyrr en nú. „Samkeppnisyfirvöld í mörgum ríkjum eru að ljúka málum með sambærilegum hætti og hér á landi, þ.e. varðandi breytingar á greiðslukortakerfum og lækkun milligjalda. Þá hefur Evrópusambandið lagt fram tillögur sem miða að því að sett verði hámark á milligjaldið. Arion banki hefur skilning á þeirri gagnrýni sem hefur komið fram varðandi tilhögun kerfisins. Kerfið er að ýmsu leyti barn síns tíma og hefur margt breyst frá því það var sett upp hvað varðar tækni, útbreiðslu kortanna og stærð þeirra fyrirtækja sem að þeim standa.“

Þá segir að þess hafi verið vænst að ekki kæmi til sektar þegar bankinn hóf að eigin frumkvæði sáttaviðræður við Samkeppniseftirlitið. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Málalyktir hér á landi hvað þetta varðar eru því ólíkar því sem raunin hefur orðið á víðast í Evrópu þar sem aðilar hafa orðið ásáttir um að gera að mörgu leyti sambærilegar breytingar á greiðslukortakerfinu, án þess að til sekta komi.“

Kjarninn í sátt Arion banka og Samkeppniseftirlitsins felst í breytingum á ákvörðun svokallaðra milligjalda sem færsluhirðar greiða bönkum, ásamt nýrri tilhögun á veitingu vildarpunkta. Einnig felst í sáttinni að gerðar verði breytingar á eignarhaldi kortafyrirtækja og að Arion banki greiði 450 milljónir króna í sekt.

Forsvarsmenn Arion banka segja í tilkynningunni að bankinn hafi þegar breytt samningum við Valitor sem endurspegli breytt fyrirkomulag og ákvarðist milligjöld í tvíhliða samningum milli félaganna. Arion banki hafi einnig breytt fyrirkomulagi samninga varðandi vildarpunkta. Þannig hafi Arion banki þegar brugðist við gagnrýni Samkeppniseftirlitsins og gert breytingar á viðskiptasamningum sínum.

Frétt mbl.is: Greiða 1.620 milljónir í sekt

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK