Smálánafyrirtæki í lagalegu „tómarúmi“

Þótt eina starfsemi smálánafyrirtækja séu útlán eru þau ekki flokkuð …
Þótt eina starfsemi smálánafyrirtækja séu útlán eru þau ekki flokkuð sem fjármálafyrirtæki og lúta því ekki eftirliti FME. mbl.is/Golli

Ekki þarf að sækja um starfsleyfi fyrir fyrirtæki sem veita smálán til almennings á háum vöxtum. Aðeins gilda um þau almennar reglur svo sem skylda um skráningu kennitölu í hlutafélagaskrá, skil ársreikninga og fleira. Engra sérstakra leyfa þarf að afla til að geta veitt smálán.

Eins og fram kom í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina þá er eignarhald Hraðpeninga ehf. og tengdu fyrirtækjanna Múla ehf. og 1909 ehf., á hendi huldufélags á Kýpur sem engar upplýsingar fást um. Þá var bent á í umfjöllun blaðsins að í Króatíu starfaði um tíma sambærilegt fyrirtæki og Hraðpeningar í eigu sömu aðila, en um leið og lögum um neytendalán var breytt þar í landi þannig að t.d. var tekin upp skráningarskylda hætti það fyrirtæki starfsemi.

Smálánafyrirtækin fimm sem starfa hér á landi, Smálán ehf. og Kredia ehf. auk hinna þriggja áðurnefndu, eru ýmis flokkuð með starfsemina „viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf“ eða „önnur lánaþjónusta“ í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Þótt eina starfsemi þessara fyrirtækja sé að veita lán eru þau ekki flokkuð sem fjármálafyrirtæki og lúta því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og eru ekki heldur skráningarskyld sem slík.

Eftirlitslaus af hálfu opinberra aðila
Starfsemi smálánafyrirtækja er ekki leyfisskyld og þar með ekki heldur undir neinu sérstöku eftirliti Neytendastofu. Brjóti þau gegn lögum um neytendalán getur Neytendastofa þó lagt á þau sektir. (Smálánafyrirtækin eru einu fyrirtækin sem hafa fengið stjórnvaldssektir fyrir brot á lögunum um neytendalán.)

„Þessi fyrirtæki, sem veita svokölluð sms-lán, eru í eins konar tómarúmi. Þau virðast hvorki falla undir eftirlit samkvæmt lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu né undir lög um húsgöngu- og fjarsölu og þau falla heldur ekki undir lög um fjármálafyrirtæki. Starfsemi þeirra er að þessu leyti eftirlitslaus af hálfu opinberra aðila,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.

Hann bendir á að í lögum um neytendalán sé þó gerð rík upplýsingaskylda til allra sem veiti lán og að þeim beri að halda sig undir 50% þaki á árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) sem sett var í lögum um neytendalán 2013. Þá geti viðskiptahættir þeirra fallið undir lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

„Þau lagaákvæði sem ná til þessara fyrirtækja kveða hvorki á um starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki né um skráningu hjá Fjármálaeftirliti, en það myndi þá leiða til þess að starfsemin væri þar með orðin undir eftirliti FME,“ segir Tryggvi.

Þrátt fyrir að fyrirtækin veiti fjármálaþjónustu sem fellur undir lög um fjarsölu á fjármálaþjónustu þá séu þau hvorki skráningarskyld né leyfisskyld líkt og krafa er um í sumum ríkjum. „Á meðan að löggjöfin setur ekki sérkröfur um leyfi eða skráningu þá gilda aðeins almennar reglur, s.s. skráning í hlutfélagaskrá o.sfrv.,“ segir Tryggvi.

Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu.
Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK