Breska þingið rannsakar HSBC

Höfuðstöðvar HSBC í London.
Höfuðstöðvar HSBC í London. AFP

Breska þingið hyggst hefja rannsókn á starfsemi breska bankans HSBC í kjölfar frétta um að bankinn hefði veitt auðugum viðskiptavinum ráðleggingar um hvernig þeir gætu svikið undan skattinum.

Efnahags- og skattanefnd breska þingsins, sem er þverpólitísk, segist ætla að hefja rannsókn á hneykslismálinu og fá yfirmenn bankans til að gefa skýrslu. 

„Þessar skelfilegu uppljóstranir um HSBC sýna fram á leynilega alþjóðlega starfsemi sem þjónar auðkýfingum,“ sagði Margaret Hodge, formaður nefndarinnar, í samtali við breska ríkisútvarpið. 

Forsvarsmenn HSBC segja að þeir hafi vitað um vandamál sem tengjast dótturfélagi bankans í Sviss, en að starfsemi hafi verið tekin í gegn og nú sé mjög skilvirkt eftirlit í gangi með starfseminni. 

Greint var frá því í dag að HSBC, sem er einn stærsti banki í heimi, hafi aðstoðað auðuga viðskiptavini bankans til að komast hjá því að greiða sem samsvarar mörg hundruð milljónir punda í skatt. 

Fréttamenn Panorama, sem fréttaskýringarþáttur BBC, segjast hafa séð reikninga 106.000 viðskiptavina frá 203 löndum, en um er að ræða gögn sem uppljóstrarinn Herve Falciani lak árið 2007. 

Fram hefur komið að hluti viðskiptavina bankans hafi tengingu við Ísland.

Sakamálarannsókn er hafin gagnvart bankanum í Bandaríkjunum, Frakklandi, Belgíu og í Argentínu. Hins vegar hefur slík rannsókn ekki farið í gagn á Bretlandi, þar sem HSBC hefur sínar höfuðstöðvar. 

Forsvarsmenn bankans segjat veita hlutaðeigandi yfirvöldum aðstoð við rannsókn málsins. 

Íslend­ing­ar í HSBC leyniskjöl­un­um

Bank­inn aðstoðaði við skattsvik

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK