Engin verðbólga í Bretlandi

George Osborne fjármálaráðherra Bretlands er væntanlega þungt hugsi yfir fréttum …
George Osborne fjármálaráðherra Bretlands er væntanlega þungt hugsi yfir fréttum af verðbólgu í landinu. AFP

Engin verðbólga mælist í Bretlandi samkvæmt nýjum tólf mánaða mælingum. Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að engin verðbólga mælist í landinu.

Meðal þess sem skýrir lækkun vísitölu neysluverðs er lækkun á matvælaverði, bókum tölvuleikjum, leikföngum, húsgöngum og eldsneyti.

Í janúar mældist tólf mánaða verðbólga 0,3% í Bretlandi en sérfræðingar á markaði höfðu spáð því að verðbólgan myndi vera 0,1% í febrúar.

Englandsbankastjóri, Mark Carney, varaði nýlega við því að allt stefndi í verðhjöðnun en slíkt efnahagsástand getur reynst fyrirtækjum og heimilum erfitt þrátt fyrir að á sama tíma fái almenningur meira fyrir launin sín. En fyrirtæki draga úr fjárfestingum í verðhjöðnun sem þýðir yfirleitt aukið atvinnuleysi og minni eftirspurn.

Ekki er útilokað að Englandsbanki muni flýta stýrivaxtahækkun sinni sem er á áætlun á næsta ári og minnka þar með þrýsting á breska pundið.

Englandsbanki
Englandsbanki AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK