Meginstoðirnar eiga að vinna saman

Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, ávarpar ársfund samtakanna í morgun.
Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, ávarpar ársfund samtakanna í morgun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Styrkleikar okkar sem samfélags til aukinnar atvinnusóknar og uppbyggingar liggja einkum á þremur sviðum; sjávarútvegi, ferðamennsku og grænum orkuiðnaði. Þetta eru meginstoðirnir og uppbygging þeirra getur og á að fara saman. Þetta eru styrkar stoðir sem framþróun, nýsköpun og sprotastarf byggir á. Grunnforsendan er alltaf öflugir grunnatvinnuvegir.“

Þetta sagði Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundi samtakanna sem fram fór í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í morgun. Benti hann á að uppbygging raforkuframleiðslu á Íslandi hefði skapað verðmæti upp á hundruð milljarða. Þessi verðmæti ætti íslenska þjóðin. Ríkið og Reykjavíkurborg ættu um 95% af þessum verðmætum. Mikill meirihluti orku Landsvirkjunar væri keypt af álfyrirtækjum og samstarfið hafi verið gott og farsælt í fimm áratugi. Þeir samingar sem gerðir hefðu verið væru þjóðinni hagstæðir, skiluðu gríðarlega góðri afkomu og þúsundum traustra og vel launaðra starfa. 

Ragnar lagði ennfremur út af samanburði við sjávarútveginn sem væri mun eldri atvinnugrein en áliðnaðurinn hér á landi. Ef skoðað væri markaðsvirði eina skráða sjávarútvegsfyrirtækisins og hlutdeild þess í fiskveiðikvótanum mætti með mikilli einföldun áætla að verðmæti fyrirtækja í sjávarútvegi væri samtals um 600 milljarðar króna. Það væri þó líklega nokkuð nærri lagi. „Hvað þá með atvinnugrein sem var lítil fyrir 20 árum en er orðin jafnstór og sjávarútvegur? Raunveruleikinn er sá að íslensku orkufyrirtækin eru líklega 500-800 milljarða virði. Myndi eitthvert ykkar til dæmis selja Landsvirkjun fyrir minna en 500 milljarða?“

Ragnar rifjaði upp að á ársfundi Landsvikjunar í fyrra hefði komið fram að mögulegt væri að greiða upp allar skuldir félagsins á rúmum níu árum. Það væri glæsilegur árangur sem bæri vott um framsýni íslenskra stjórnvalda og dugnað starfsmanna Landsvirkjunar. Þetta þýddi að innan fárra ára gæti félagið greitt 30-40 milljarða króna í arð árlega miðað við óbreytt orkuverð. Veiðigjöld í sjávarútvegi væru til samanburðar um 10-15 milljarðar á ári.

Frá ársfundi Samáls í morgun.
Frá ársfundi Samáls í morgun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK