Krua Thai ekki í Fatabúðina

Eigendur Skyrtu héldu í upprunalegar innréttingar frá árinu 1947.
Eigendur Skyrtu héldu í upprunalegar innréttingar frá árinu 1947. Mynd af vefsíðu Skyrtu.is

Veitingastaðurinn Krua Thai verður líklega ekki í húsnæði gömlu Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg, heldur í húsnæði hönnunarverslunarinnar Insulu. Sonja Lampa, eigandi Krua Thai, keypti Skólavörðustíg 21 á síðasta ári og síðan hafa staðið yfir viðræður milli Minjastofnunar og eiganda um verndun innréttinganna í gömlu Fatabúðinni, sem eru frá árinu 1947.

Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, sem hefur verið með hönnun veitingastaðarins á sinni könnu, segir allt benda til þess að Krua Thai verði ekki í í húsnæði Fatabúðarinnar, þar sem nú er verslunin Skyrta, en bætir við að málið muni skýrast betur á næstu vikum.

Hann segir líklegra að veitingastaðurinn verði í rýminu þar við hliðina á, sem síðast hýsti verslunina Insulu, og einnig á hæðinni þar fyrir ofan.

Rúmast líklega innan kvótans

Líkt og mbl greindi frá fyrr á þessu ári er ekki hægt að lækka frek­ar hlut­fall smá­sölu­versl­un­ar á jarðhæð við Banka­stræti, Lauga­veg og Skóla­vörðustíg vegna starf­sem­is­k­vóta Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem kveðið er á um tiltekið lágmarkshlutfall verslana.

Orri segir að Krua Thai muni þó mögulega fá síðasta plássið samkvæmt kvótanum fyrir veitingastaðinn en staðurinn á þó eftir að fá grænt ljós frá borginni. Hönnunarvinna er því ekki hafin.

Fyrri fréttir mbl:

Innréttingunum gert hátt undir höfði

Inn­rétt­ing­arn­ar skyndifriðaðar?

„Synd fyr­ir miðbæ­inn“

Krua Thai í stað Fata­búðar­inn­ar

Skólavörðustígur 21
Skólavörðustígur 21 Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK