Sveinbjörg, Kim og Free The Nipple

Atli Fannar segir að fyrirtæki þurfi að nýta sér betur …
Atli Fannar segir að fyrirtæki þurfi að nýta sér betur málefni líðandi stundar til markaðssetningar.

Rassinn á Kim Kardashian, Sveinbjörg Birna og Free The Nipple. Þessi þrjú dæmi eiga eitt sameiginlegt. Þau „brutu“ Internetið. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, var með erindi um markaðssetningu á netinu í dag. Hann segir að fyrirtæki ættu að nýta sér betur málefni líðandi stundar til markaðssetningar.

Líkt og margir muna eftir bjó Nútíminn til lagið „Hefði átt að googla betur“ úr viðtali Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur við Kastljósið. Lagið vakti gríðarlega athygli og Atli Fannar benti á að framtakið hefði ekki kostað miðilinn mikið en að ávinningurinn hefði verið gríðarlegur.

Efni öðlast nýtt líf

Atli Fannar sagðist hafa velt ýmsum kostum fyrir sér eftir að hafa horft á viðtalið fyrrnefnda: Að gera hefðbundna frétt, búa til lista yfir klikkuðustu hlutina sem hún sagði eða taka saman myndband með ummælunum. Hann ákvað hins vegar að gera eitthvað nýtt og uppskar eftir því þar sem þúsundir manna deildu myndbandinu og fréttinni á samfélagsmiðlum. „Þegar efni er gott og sett fram á réttum tíma getur það öðlast nýtt líf,“ sagði hann og vísaði til þess að hann hefði meira að segja heyrt af krökkum sem höfðu breytt textanum í „Hefði átt að kúka betur“. Svo mikil væri útbreiðslan.

„Ég velti þá fyrir mér hvers vegna fleiri væru ekki að gera þetta, vegna þess að samfélagsmiðlar gera okkur kleift að bregðast mjög snemma við,“ sagði hann. „Það brýtur náttúrulega ekki allt Internetið en þú vinnur ekki í lottóinu án þess að spila með.“

Stökkva á augnablikin

Hann vísaði til þess að markaðsstarf færi ennþá árið 2015 mikið fram á fundum hjá auglýsingastofum og að um helmingur af markaðsfé færi í prentmiðla þar sem óvissa er um mælanlegan árangur þess. Á samfélagsmiðlum sé hins vegar hægt að mæla útbreiðslu í rauntíma auk þess sem hægt er að sjá og kanna viðbrögð. Þá geti fyrirtækið fengið eigin rödd og skapað sér ákveðna ímynd.

Atli Fannar sagði að fyrirtæki gætu vel nýtt sér betur málefni líðandi stundar og til dæmis hátíðardaga. „Það er hægt að stökkva á svo mörg augnablik sem eiga sér stað í hjarta fólks,“ sagði hann og benti á Snickers, sem hefur verið duglegt við að nýta sér alla hátíðardaga til markaðssetningar á Twitter.

<blockquote class="twitter-tweet">

Don't spend your tax refund all in one place (or do). <a href="https://twitter.com/hashtag/TaxDay?src=hash">#TaxDay</a> <a href="http://t.co/lasxYqcYos">pic.twitter.com/lasxYqcYos</a>

— SNICKERS® (@SNICKERS) <a href="https://twitter.com/SNICKERS/status/588446737074794496">April 15, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
Atli Fannar Bjarkason.
Atli Fannar Bjarkason. Ljósmynd/Stefán Karlsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK