Barclays harmar brot sín

AFP

Anthony Jenkins, forstjóri breska bankans Barclays, segist harma markaðsmisnotkunarbrot bankans. Hann segir þau í algjöru ósamræmi við gildi og tilgang bankans.

Jenkins hefur á seinustu árum reynt eftir fremsta megni að endurheimta traust bankans eftir Libor-hneykslið árið 2012. Það hefur gengið heldur erfiðlega og ekki bæta tíðindi gærdagsins úr skák.

Eins og greint var frá í gær sektuðu bandarísk og bresk fjármálayfirvöld sex alþjóðlega stórbanka um tæpa sex milljarða dala fyrir að hafa hagrætt millibankavöxtum á gjaldeyrismarkaði með ólöglegum hætti.

Barclays bankinn hlaut hæstu sektina, um 2,4 milljarða dala, en ástæðan er sú að bankinn tók ekki þátt í samkomulagi sem gert var við hana bankana fimm í nóvember á seinasta ári.

Bankinn hefur þegar rekið átta starfsmenn vegna málsins.

Frétt mbl.is: Sex stórbankar sektaðir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK