21% yfir meðaltali ESB-ríkja

mbl.is/Júlíus

Samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum fyrir árið 2014 var magn vergrar landsframleiðslu á íbúa á Íslandi 21% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 árið 2014.

Í samanburði 37 Evrópuríkja, þ.e. Evrópusambandsríkjanna auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu var Ísland tíunda í röðinni yfir verga landsframleiðslu á íbúa sama ár.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Magn vergrar landsframleiðslu á íbúa var mest í Lúxemborg, 163% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna, en þar á eftir kom Noregur þar sem verg landsframleiðsla á íbúa var 79% yfir meðaltalinu. Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar, en býr utan landsins og telst því ekki til íbúafjöldans.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK