WOW þarf að ráða 200 manns

Flugmönnum og flugliðum verður fjölgað á næstunni.
Flugmönnum og flugliðum verður fjölgað á næstunni. Mynd af Facebook síðu WOW

Flugfélagið WOW air hefur auglýst eftir fimmtíu nýjum flugmönnum en um er að ræða framtíðarstörf á nýjum flugvélum félagsins. Einnig er stefnt að því að ráða inn 100 flugliða á næstunni og fleiri á skrifstofuna. Aldrei hafa svona margir verið ráðnir til flugfélagsins í einu vetfangi. 

Líkt og áður hefur komið fram festi WOW air hef­ur kaup á tveim­ur nýj­um Air­bus A321-211 farþegaþotum í upphafi ársins Lista­verð á slík­um flug­vél­um er um 15 millj­arðar ís­lenskra króna.

Þá hóf flugfélagið að fljúga til Norður-Ameríku í mars og er nú boðið upp á ferðir allt árið um kring til Bost­on og Washingt­on. Líkt og fram kom í gær er félagið þá einnig að skoða flug til Long Island í New York. Einnig ætlar félagið að hefja flug til Monréal í Kanada snemma á næsta ári.

Í samtali við mbl á dögunum sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW, að unnið væri að því að bæta fleiri stöðum í Norður-Am­er­íku við leiðar­kerfið.

Fleiri starfsmenn með fleiri vélum

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir fyrirhugaðar ráðningar vera lið í auknum umsvifum félagsins. Hún bendir á að félagið sé að fara úr því að vera með sex flugvélar í að vera með níu vélar. „Þess vegna þurfum við að bæta við skrifstofuna, flugliðana og flugmennina. Samtals eru þetta um tvö hundruð manns,“ segir hún.

Skúli Mogensen sagði á dögunum í samtali við mbl að nauðsynlegt hefði verið að fjölg­a vélunum vegna aukins flugs vestur um haf. Þá sagði hann að Norður-Am­er­íku fluginu væri einnig ætlað til að auka nýt­ingu flug­vél­anna, þannig að hægt væri að fljúga frá Banda­ríkj­un­um til Íslands og þaðan áfram til Evr­ópu.

Ellefu fyrir tæpum fjórum árum

Óhætt er að segja að félagið hafi vaxið hratt á liðnum árum en það var stofnað í nóvember 2011. Þá störfuðu þar ellefu manns. Í dag starfa alls 270 manns hjá félaginu, bæði á skrifstofu og í háloftunum. Þar af eru 30 flugmenn og 150 flugliðar en 48 nýir flugliðar voru ráðnir inn núna í vor.

Eftir fyrirhugaðar ráðningar verða hins vegar alls um 470 manns í starfsliðinu.

WOW air flaug með yfir 400.000 gesti árið 2013. Talið er að farþegar verði um 750 þúsund árið 2015 og um 1,2 milljónir á næsta ári.

Flugliðar síðar á árinu

Umsóknarfrestur fyrir flugmannsstörfin er til 10. júlí n.k. en ekki hefur verið auglýst eftir flugliðum. Svanhvít telur líklegt að flugliðanámskeiðin verði haldin seint á þessu ári eða í byrjun næsta árs til þess að hægt verði að þjálfa starfsfólkið fyrir næstu sumarvertíð.

Vélunum verður fjölgað úr sex í níu á næsta ári.
Vélunum verður fjölgað úr sex í níu á næsta ári. Mynd af Facebook síðu WOW
WOW er auglýsti eftir 50 flugmönnum um helgina.
WOW er auglýsti eftir 50 flugmönnum um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK