Matarkarfan hækkar umfram spár

Þannig hefur vörukarfan hækkað meira en sem nemur breytingu á …
Þannig hefur vörukarfan hækkað meira en sem nemur breytingu á vsk. og afnáms sykurskatts hjá helmingi verslana. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá 9 verslunarkeðjum af 12 frá því í desember 2014 þar til í byrjun júní. Þannig hefur vörukarfan hækkað meira en sem nemur breytingu á vsk. og afnáms sykurskatts hjá helmingi verslana.

Mesta hækkunin á þessu tímabili er hjá Iceland, Hagkaup, Víði og Kaupfélagi Skagfirðinga. Á sama tímabili lækkar vörukarfan hjá Kjarval, Krónunni og Nettó.

Á heimasíðu verðlagseftirlits ASÍ segir að í heildina sé það mat eftirlitsins að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum gefi tilefni til hækkunar á verði matarkörfu meðalheimilis um u.þ.b. 1,5% en þegar innihald matarkörfunnar er skoðað nánar eru áhrifin á einstaka vöruflokka mjög misjöfn.

Drykkir hækka í sex verslunum

Vöruflokkurinn drykkjarvörur hefur aðeins lækkað í 6 verslunum af 12 en verðlagseftirlitið áætlaði að þessi vöruflokkur mundi lækka u.þ.b. um 2,5%. Mesta lækkunin er 9,9% hjá Kjarval, 7,2% hjá Nettó, 4,8% hjá Bónus, 4,4% hjá Krónunni, 3,3% hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og um 0,4% hjá 10/11.

Drykkjarvörur hækka í verði um 6,3% hjá Víði, 5,8% hjá Hagkaupum, 3,7% Iceland og um 0,4-1% hjá Samkaup-Strax, Kaupfélagi Skagfirðinga og Samkaup-Úrvali.

Aðeins Bónus lækkar í takt

Þá var áætlað að vöruflokkurinn sætindi myndi lækka um u.þ.b. 10% vegna afnáms sykurskatts en það er aðeins Bónus sem lækkar í takt við það. Krónan, Nettó og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga koma þar á eftir með lækkun á bilinu 6,6-7,7%.

Enn minni lækkun er hjá Hagkaup, Samkaup-Úrvali, Víði, Kaupfélagi Skagfirðinga og Kjarval eða um 1,2-4,4%. Í verslunum Iceland, 10/11 og Samkaup-Strax eru sætindi að hækka í verði eða um 0,2-2,2%.

Þrjár verslanir undir eða við markið

Talið var að vöruflokknum mjólkurvörur, ostar og egg ætti ekki að gefa tilefni til hækkunar umfram 2,5% en aðeins Krónan, Nettó og 10/11 eru við eða undir því marki.

Mesta hækkunin er um 9,7% hjá Víði, um 6,9% hjá Hagkaup, 5,4% hjá Bónus, 5,1% hjá Iceland, um 3,4-4,8% hjá Samkaup-Úrvali, Samkaup-Strax, Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, en svo hefur vöruflokkurinn lækkað um 6% hjá Kjarval.

Þá var talið að vöruflokkurinn kjötvörur ekki að gefa tilefni til hækkunar umfram 3,7% eftir breytingar á virðisaukaskatti. En hjá verslunum Bónus, Iceland, 10/11 og Kaupfélagi Skagfirðinga er hækkunin á bilinu 4,5-5,9% meðan aðrar verslanir hækka minna, minnsta hækkunin er 0,1% hjá Nettó.

Brauð og korn hækkar um allt að 6,5%

Verðlagseftirlitið bendir þá neytendum á að vöruflokkurinn brauð og kornvörur inniheldur inniheldur töluverðan sykur og sætuefni, líkt og t.d. brauð, kökur og morgunkorn.

Samkvæmt áætlun verðlagseftirlitsins hefði ekki verið tilefni til hækkunar umfram 2%. Sjö verslanir eru hins vegar að hækka verðið um 1-3%. Mesta hækkunin er 6,5% hjá Iceland og 3,7% hjá Hagkaup. Aðeins verslunin Samkaup-Strax er að lækka verðið og nemur lækkunin 0,5%.

Talið var að vöruflokknum mjólkurvörur, ostar og egg ætti ekki …
Talið var að vöruflokknum mjólkurvörur, ostar og egg ætti ekki að gefa tilefni til hækkunar umfram 2,5% en aðeins Krónan, Nettó og 10/11 eru við eða undir því marki. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Búist var við 10% lækkun á sætindi. Hún er hins …
Búist var við 10% lækkun á sætindi. Hún er hins vegar um 6,6 til 7,7%. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK