Macy's tekur Donald Trump föt úr sölu

Donald Trump ásamt konu sinni Melania Trump.
Donald Trump ásamt konu sinni Melania Trump. AFP

Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur verið á klippa á öll tengsl við Donald Trump en nú ætlar stórverslunin Macy's að hætta að selja herrafatalínu hans sem hefur verið í sölu frá árinu 2004. 

Tvær sjónvarpsstöðvar, NBC og Univision, hafa þegar ákveðið að sýna ekki frá fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin vegna niðrandi um­mæla sem Trump lét falla um fólk frá Mexí­kó. Trump á hlut í fyr­ir­tækj­un­um sem halda keppn­irn­ar. 

Þegar Trump til­kynnti for­setafram­boð sitt í júní sagði hann að mexí­kósk­um inn­flytj­end­um í Banda­ríkj­un­um fylgdu jafn­an glæp­ir, fíkni­efni og nauðgan­ir.

Forsvarsmenn Macy's tóku ákvörðunina í kjölfar þess að yfir 700 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til fyrirtækisins um að grípa til aðgerða þar sem ummælin féllu ekki að stefnu Macy's.

Í yfirlýsingu Macy's sem var birt í morgun segir að fjölbreytni sé eitt af grunngildum fyrirtækisins og að það myndi ekki líða ekki mismunun á neinn hátt.

Vörurnar sem Macy's ætlar að taka úr sölu eru herraföt úr línu Donald Trump, líkt og t.d. bindi, skyrtur og ermahnappar. Þar að auki hefur Trump leikið í nokkrum auglýsingum fyrirtækisins.

Trump sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Macy's og sagði það hafa verið sína ákvörðun að slíta á tengsl við verslunina og sakaði hana jafnframt um að styðja ólöglega innflytjendur. 

Frétt CNN.

Frétt mbl.is: NBC slítur samstarfinu við Trump

Frétt mbl.is: Sýna ekki Ungfrú Bandaríkin í mótmælaskyni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK