Rannsókn miðar vel

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar

Rannsókn samkeppniseftirlitsins á ætlaðri misnotkun MS á markaðsráðandi stöðu sinni miðar vel samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu. Fram kemur að henni sé hraðað eftir því sem kostur er. 

„Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar ætlaða misnotkun MS á markaðsráðandi stöðu sinni, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála lagði fyrir eftirlitið að rannsaka málið frekar þar sem að MS hefði látið undir höfuð leggjast að láta eftirlitinu í té mikilvæg gögn við fyrri rannsókn málsins,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að einnig sé til rannsóknar hvers vegna umrædd gögn voru ekki lögð fyrir eftirlitið við fyrri rannsókn, og tekið fram að viðurlög geti legið við því að halda upplýsingum frá eftirlitinu. 

Sam­keppnis­eft­ir­litið sektaði MS um 370 millj­ón­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot gegn Kú í sept­em­ber síðastliðnum. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála vísaði mál­inu aft­ur til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til rann­sókn­ar í des­em­ber á þeim forsendum að MS hafði ekki lagt fram tiltekin gögn, samning við Kaupfélag Skagfirðinga, sem þýðingu gætu haft við rannsókn málsins.

Frétt mbl.is: Rannsaki nánar hugsanlega misnotkun MS

Gagnrýndi drátt á rannsókninni

Ólafur Stephensen gagnrýndi á dögunum hve langan tíma rannsókn málsins tæki og var harðorður í garð MS í erindi sínu til Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra eftirlitsins. „Það er óþolandi að markaðsráðandi fyr­ir­tæki kom­ist upp með að draga málsmeðferð á lang­inn með því að leyna gögn­um fyr­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu eins og MS gerði í þessu máli,“ segir í erindinu.

Þá benti Ólafur á að smærri samkeppnisaðilar „hefðu ein­fald­lega ekki bol­magn til að bíða niðurstaðna sam­keppn­is­yf­ir­valda mánuðum og jafn­vel árum sam­an“.

Frétt mbl.is: Rekur á eftir Samkeppniseftirlitinu

Ari Edwald mótmælti ásökunum Ólafs Stephensen.
Ari Edwald mótmælti ásökunum Ólafs Stephensen. mbl.is/Sverrir

Ari Edwald, forstjóri MS, sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem Ólafur er sagður koma fram með rangfærslur og rætnar ásakanir. 

„Frá önd­verðu var Sam­keppnis­eft­ir­litið upp­lýst um allt sam­starf Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga og Mjólku. Þrátt fyr­ir lög­bundna rann­sókn­ar­skyldu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins óskaði stjórn­valdið hins veg­ar aldrei eft­ir samn­ingi þess­ara aðila þar að lút­andi. Vegna fyrri mála stóðu for­svars­menn Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar raun­ar í þeirri trú að Sam­keppn­iseft­ir­litið hefði nefnd­an samn­ing und­ir hönd­um. Svo reynd­ist ekki vera. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is-mála gerði at­huga­semd við þenn­an ágalla á rann­sókn Sam­keppn­iseft­ir­lits­ins og ógilti ákvörðun þess. Enga um­fjöll­un er að finna í for­send­um áfrýj­un­ar­nefnd­ar þess efn­is að Mjólk­ur­sam­sal­an hafi leynt gögn­um við rann­sókn máls­ins, enda væri það ekki sann­leik­an­um sam­kvæmt,“ sagði m.a. í tilkynningu MS. 

Frétt mbl.is: „Rætnar ásakanir og rangfærslur“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK