Seldi 29 milljóna hlut í Högum

Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf, dótturfélags Haga, seldi í dag rúmlega 29 milljóna króna hlut í Högum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Kjartan hafi selt 776.468 hluti í félaginu á genginu 36,55.

Eftir viðskiptin á hann 185.717 hluti, að verðmæti um 6,8 milljóna króna, ef miðað er við sama gengi.

Hlutabréf Haga hafa lækkað um 8,78 prósent á þessu ári.

Kjartan Már hefur verið framkvæmdastjóri Banana frá árinu 1995.

Í uppgjöri Haga fyrir fyrsta ársfjórðung kom fram að hagnaður félagsins var var 13,6% lægri en á sama tíma í fyrra og nam 811 millj­ón­um króna. Fé­lagið hafði reiknað með að hagnaður­inn yrði 15% lægri en á síðasta ári vegna áhrifa verk­falla og kostnaðar­auka vegna kjara­samn­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK