Áfram nánast engin verðbólga á evru-svæðinu

AFP

Verðbólgan mældist 0,1% á evrusvæðinu í nóvember sem er minna en spáð hafði verið en vonir voru um að verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, væri 0,2%. Það að verðbólgan skuli vera óbreytt á milli mánaða þýðir að væntanlega verður tilkynnt um aðgerðir af hálfu Seðlabanka Evrópu til þess að reyna að koma tannhjólum hagkerfis svæðisins í gang. 

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, mun væntanlega kynna þetta á morgun en verðbólgumarkmið bankans er 2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK