Fargjöld til Kanarí undir kostnaðarverði

Las Palmas á Kanarí hefur lengi verið vinsæll áfangastaður meðal …
Las Palmas á Kanarí hefur lengi verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga. Ljósmynd/Wikipedia

Mikil framboðsaukning hefur verið á flugu til Kanarí og hefur það haft töluverð áhrif á farmiðaverð. Lægstu fargjöldin eru langt undir kostnaðarverði.

Í lok síðasta vetrar hóf WOW að fljúga vikulega til Tenerife og eftir áramótin verða ferðirnar tvær í viku. Auk þess hefur félagið áætlunarflug til Las Palmas á Kanarí. Með þessum þremur vikulegu ferðum WOW tvöfaldast framboð á flugi héðan til spænska eyjaklasans og í hverjum mánuði verða sæti fyrir um fimm þúsund farþega í vélunum sem halda þangað frá Keflavíkurflugvelli.

Túristi framkvæmdi lauslega verðkönnun á fargjöldum til Kanarí og virðast flugfélögin WOW og Primera bjóða upp á lægsta verðið. Sá sem bókar miða í leiguflug Icelandair 26. janúar til 2. febrúar borgar 44.500 krónur hjá Sumarferðum og Úrvali-Útsýn en 84.900 krónur hjá Vita. Þá kostar farið 79.900 sé pantað með Heimsferðum, systurfélagi Primera Air.

Sé hins vegar pantað beint í gegnum Primera kostar flugið 35.990 en 45.790 sé innrituðum farangri bætt við. Farið hjá WOW kostar 35.807 krónur, eða 45.805 krónur með farangri.

Í samtali við Túrista segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, að það sé alveg ljóst að þessi lægstu fargjöld, sem nú eru í boði, séu langt undir kostnaðarverði og að enginn geti selt mörg sæti svona ódýrt.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vill ekki meina að lágu fargjöldin endurspegli dræmar viðtökur við flugi félagsins til Kanarí og Tenerife. „Salan hefur gengið mjög vel og að vanda er það markmið okkar að bjóða ávallt ódýrustu fargjöldin,” segir Svanhvít.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK