8,5% hækkun á fasteignaverði

Ljóst er að verulega vantar á að framboð íbúða anni …
Ljóst er að verulega vantar á að framboð íbúða anni eftirspurn og greinilega er þörf á nýjum íbúðum inn á markaðinn til þess að hægt sé að anna eftirspurn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli mánaða í janúar, þar af hækkaði fjölbýli um 0,8% og sérbýli um 0,1%. Síðustu 12 mánuði hefur fjölbýli hækkað um 10,3%, sérbýli um 3,0% og heildarhækkunin er 8,5%. Stöðugur hækkunarferill húsnæðis heldur því áfram. Fjallað er um þetta í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Verðbólga hefur verið lág á síðustu misserum og því hefur raunverð fasteigna hækkað umtalsvert. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur einungis hækkað um 0,6% síðustu 12 mánuði þannig að stærstur hluti hækkana á húsnæði kemur fram sem raunverðshækkun sem er mjög óvenjuleg staða.

Fjöldi viðskipta fer minnkandi

Vegna stöðvunar á þinglýsingum vegna verkfalla síðastliðið sumar er ekki hægt að sjá þróun viðskipta á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum allt árið. Sé litið á þróunina frá ágústmánuði 2015, þegar þinglýsingar kaupsamninga voru komnar aftur í fastar skorður, sést að fjöldi viðskipta á tímabilinu frá september til janúar hefur farið stöðugt minnkandi. Þetta ferli er frábrugðið því sem var á síðasta ári, sérstaklega hvað fjölbýlið varðar.

Áður hefur verið fjallað um það í Hagsjá að væntanlega sé töluvert bil á milli framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði og að eftirspurnin sé ívið meiri sem leiði til verðhækkana. Það er t.d. augljóst að viðskipti með nýjar íbúðir er tiltölulega lágt hlutfall af öllum viðskiptum.

Hvar eru íbúðirnar?

Sé litið á tölur Þjóðskrár um viðskipti síðustu 3 árin kemur í ljós að af u.þ.b. 12.150 íbúðum sem seldar voru í fjórum stærstu bæjunum á árunum 2013- 2015 voru einungis um 830 2ja ára eða yngri, eða um 7%. Hlutfall nýrra íbúða var mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra í hinum bæjunum og langhæst í Kópavogi á árinu 2015.

Hagsjá 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK