Ennþá að hugleiða skattagrið

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði frumvarpsdrög um skattagrið fyrir efnahags- og …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði frumvarpsdrög um skattagrið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frétt mbl.is: Áherslan á afslátt skattsvikara

Í samtali við mbl segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, að þverpólitísk samstaða hafi ekki náðst um efnið en hugmyndin er sú að nefndin leggi frumvarpið sameiginlega fyrir Alþingi.

„Þetta er þannig mál að um það þarf að ríkja ákveðin sátt áður en lagt er af stað,“ segir Frosti. Hann bendir á að niðurstaða nefndarinnar sem vann frumvarpsdrögin hafi verið að griðareglur gætu haft í för með sér ávinning fyrir ríkissjóð. 

Frosti segist hafa verið að bíða eftir afstöðu fulltrúa minnihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd. „Það má segja að þeir séu ennþá að hugsa sig um. Ég hef ekki fengið beint afsvar en þverpólitísk samstaða hefur að minnsta kosti ekki myndast,“ segir hann.

35% álag nefnt í dæmaskyni

Sam­kvæmt drög­un­um á að leggja álag á van­tald­an skatt­stofn og endurákv­arðaða gjaldið þarf síðan að greiða inn­an tíu daga eft­ir dag­setn­ingu ákvörðunar. Van­ræksla myndi leiða til refsimeðferðar. 

Álags­pró­sent­an er ekki ákveðin en í dæma­skyni er miðað við að álagið á van­fram­töldu tekj­urn­ar verði 35%. Sam­kvæmt gild­andi rétti er beitt 25% álagi á endurákv­arðaðar tekj­ur. Ávinn­ing­ur skattaðilans er að hon­um yrði hvorki gerð refs­ing né þyrfti hann að greiða sekt­ir.

Áhrif skattagriða á skattskil eru talin umdeild.
Áhrif skattagriða á skattskil eru talin umdeild. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Frosti Sigurjónsson bíður svara frá nefndarmönnum.
Frosti Sigurjónsson bíður svara frá nefndarmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK