Dáleiðandi snyrtifræðingur

Svana Björgk Hjartardóttir er enginn venjulegur snyrtifræðingur því hún blandar dáleiðslutækni saman við snyrtifræðin á Snyrtistofunni Dimmalimm sem hún rekur í Árbænum. „Það er bara svo mikið af stressuðu og þreyttu fólki að það eru allir mjög spenntir fyrir þessu,“ segir Svana Björk í Fagfólkinu.

Svana Björk segist lengi hafa haft áhuga á dáleiðslu en hafi lítið gert í því fyrr en nýlega þegar hún sá auglýst námskeið hjá Dáleiðsluskóla Íslands sem hún dreif sig á. „Ég sé sko ekki eftir því,“ segir Svana Björk sem á þó erfitt með að lýsa dáleiðsluástandinu. „Þetta er rosalega mikil vellíðan, manni líður vel og það er ró og friður.“

Hún hefur rekið stofuna í tíu ár þar sem boðið er upp á allar helstu snyrtimeðferðir ásamt nuddi og nú hefur hún blandað áhugamáli sínu inn í reksturinn.

Fagfólkið kom við á stofunni í Hraunbænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK