Stærstu efnahagsmálin til umræðu

AFP

Leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Kína í dag til að ræða stefnur og aðferðir við efnahagsstjórn þannig að styrkja megi alþjóðahagkerfið. Árlegi leiðtogafundurinn er haldinn í fyrsta sinn í Kína í ár en G20-ríkin skipa 20 ríki heimsins sem hafa stærstu hagkerfin.

Xi Jinping, forseti Kína, sagði við setningarathöfnina það vera brýnt mál að G-20 ríkin tryggðu hagvöxt í heiminum. Til stendur einnig að ræða stálkrísuna sem nú ríkir, Brexit-úrsagnarviðræður Breta og skatta á alþjóðleg fyrirtæki á borð við Apple.

Xi Jinping.
Xi Jinping. AFP

Í aðdraganda fundarins varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við því að líklega verði dregið aftur úr hagvaxtarspá sjóðsins fyrir árið 2016. Áður hafði AGS dregið úr hagvaxtarspá sinni fyrir þetta ár og næsta. Spáði sjóðurinn 3,1% hagvexti á þessu ári og 3,4% á því næsta.

Jean-Claude Juncker sagði að Kína yrði að taka á offramleiðslu sinni á stáli. Hún sé „óásættanleg“ og evrópski stáliðnaðurinn hafi tapað mörgum störfum á undanförnum árum. Juncker sagði offramleiðslu vissulega vera alþjóðlegt vandamál en offramleiðslu Kína þurfi að ræða sérstaklega. Samkvæmt tölum World Steel Association framleiddu Kínverjar rúmlega helming alls stáls árið 2015.

Angela Merkel og Barack Obama skiptast á orðum.
Angela Merkel og Barack Obama skiptast á orðum. AFP

Síðasti G20-fundur Baracks Obama

G20-fundurinn er sá síðasti sem Barack Obama Bandaríkjaforseti sækir en sá fyrsti sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætir á. Obama sagði á blaðamannafundi að Bretar þyrftu nú að skilgreina hvað það fyrirhuguð úrsögn þýðir með tilliti til Evrópu. Hann segir að Bandaríkin ætli að setja viðræður um fríverslunarsamning við Evrópusambandið (TTIP) í algjöran forgang.

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

May hyggst fara yfir það á leiðtogafundinum hvaða áhrif gætu fylgt úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þá mun hún ræða ákvörðun stjórnvalda um að fresta byggingu kjarnorkuversins við Hinkley Point. Kjarnorkuverið á að anna sjö prósentum af raforkuþörf Bretlands og er kostnaður við gerð þess um 18 milljarðar punda.

Vladimir Putin og Theresa May á hliðarfundi vegna G20-leiðtogafundsins.
Vladimir Putin og Theresa May á hliðarfundi vegna G20-leiðtogafundsins. AFP

„Ég mun fara yfir staðreyndir og íhuga verkefnið vandlega,“ sagði May og bætti við að ákvörðun muni liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Hún mun ræða við leiðtoga Kína vegna verkefnisins en gagnrýnendur verkefnisins hafa haldið því fram að erlendar ríkisstjórnir séu í raun að reisa kjarnorkuverið. Kínverskir fjárfestar leggja t.a.m. til þriðjung þeirra 18 milljarða punda sem verkefnið kostar.

Vladimir Putin.
Vladimir Putin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK