Smakkar 10-20 kaffibolla á dag

„Þú ert á rétta staðnum til að læra að drekka kaffi,“ var svarið sem Hanna Rúna Kristínardóttir fékk í atvinnuviðtali sínu í Kaffitári fyrir átta árum eftir að hafa lýst því yfir að hún drykki eiginlega ekki kaffi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, þó að í raun væri réttara að tala um kaffi, því að Hanna Rúna smakkar oft 10-20 kaffibolla á dag í starfi sínu sem fræðari hjá fyrirtækinu. Í því sér hún um að þjálfa nýja starfsmenn, fylgja gæðamálum eftir og síðast en ekki síst fylgjast með straumum og stefnum í kaffibransanum, sem hún hefur að eigin sögn tekið ástfóstri við.

Hanna Rúna á tíkina Kötlu, svartan labrador sem hún fer gjarnan með í göngutúra eftir að vinnu lýkur. „Þegar ég er búin að drekka mjög mikið kaffi tökum við smá útrás og hlaupum um alveg eins og vitleysingar.“ Hún dregur ekkert úr því að hundahaldið sé vinna og mikil skuldbinding sem sé þó jákvæð. „Af því að ég er að vinna við áhugamálið er gott að hafa svona aðhald. Það er alltaf eitthvað heima sem bíður mín og verð að koma heim og sinna því.

Hanna Rúna hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is sem er samstarfsverkefni SI og mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK