Bílaflotinn tekur að yngjast á ný

Bíla bíða nýrra eigenda á hafnarbakkanum.
Bíla bíða nýrra eigenda á hafnarbakkanum. mbl.is/Siigurður Bogi

Allt stefnir í að nýtt met verði slegið í sölu nýrra fólksbíla á þessu ári að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, forstjóra Öskju og formanns Bílgreinasambandsins.

Segir hann að í því ljósi megi gera ráð fyrir því að meðalaldur bílaflotans muni lækka milli ára en hann reyndist 12,7 ár undir lok síðasta árs og hafði þá staðið í stað frá fyrra ári.

Lægst fór meðalaldurinn árið 2007 þegar hann reyndist 9,1 ár. Frá þeim tíma hefur hann þokast upp á við. Gangi það eftir verður það í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem meðalaldur flotans lækkar milli ára.

Segir Jón Trausti að söluaukningin það sem af er ári bendi til að nýskráningar fólksbifreiða verði vel yfir 18.000 á þessu ári en fyrra met var 17.632 bifreiðar.

„Munurinn á markaðnum þá og nú er sá að í ár kaupa bílaleigurnar tæplega 8.000 bíla en árið 2005 keyptu þær aðeins 295 slíka. Því er ljóst að almenningur á enn langt í land með að kaupa jafn marga bíla og fyrir rúmum áratug.“

Samhliða auknum umsvifum á markaði með nýja bíla hefur mikið líf færst yfir sölu notaðra bíla. Þannig hafa eigendaskipti á notuðum bílum aukist um 15% milli ára á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Fram til loka september skiptu 87.177 fólksbifreiðar um eigendur og hafði fjölgað um tæplega 11.500 frá fyrra ári.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK