Bretar velja netverslun umfram verslanir

Bretar virðast í auknum mæli sækja í netverslun á svörtum …
Bretar virðast í auknum mæli sækja í netverslun á svörtum föstudegi í stað þess að mæta í verslanir. AFP

Meira en helmingur allrar sölu á svokölluðum svörtum föstudegi í Bretlandi fór í gegnum netverslanir. Talsvert minna var um kaupendur í verslunum en gert hafði verið ráð fyrir.Í heild nam kortavelta í Bretlandi á þessum annasama verslunardegi 1,27 milljörðum punda, eða sem nemur um 180 milljörðum íslenskra króna.

57% kortavelunnar kom í gegnum netverslanir samkvæmt upplýsingum greiningarfyrirtækisins Salmon samkvæmt frétt Guardian. Salan í heildina jókst um tugi prósent hjá mörgum stórum verslunarkeðjum miðað við söluna í fyrra.

Tilhneigingin síðustu sex ár, síðan svari föstudagurinn kom upphaflega til Bretlands, hefur þó verið á þá leið að færri koma í verslanir og fleiri nota snjallsíma og tölvur til að gera innkaupin.

Salmon greiningarfyrirtækið segir að frá miðnætti og til klukkan níu um morguninn hafi t.d. 75% af allri kortaveltu verið í gegnum netið, þrátt fyrir að margar verslanir hafi opnað á miðnætti eða mjög snemma um morguninn. Inn í þetta spilar reyndar að talsvert var um kaup íbúa annarra landa í vefverslunum vegna veikingar pundsins. Gátu því margir sem notast alla jafna við evru eða Bandaríkjadal því gert enn betri kaup en annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK