„Slæm tíðindi“ fyrir viðskiptalífið

Málarekstur út af heitinu Sushisamba hefur staðið yfir frá árinu …
Málarekstur út af heitinu Sushisamba hefur staðið yfir frá árinu 2011. mbl.is/Árni Sæberg

„Dómurinn er ekki aðeins slæm tíðindi fyrir umbjóðanda okkar heldur fyrir viðskiptalífið í heild sinni þar sem aðilar í viðskiptum geta nú átt á hættu að þriðji aðili sem engin tengsl hefur við Ísland fari fram á að notkun auðkennis hér á landi verði hætt.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmönnum eigenda veitingastaðarins Sus­hi­sam­ba í Þing­holts­stræti í Reykja­vík sem má ekki lengur heita Sus­hi­sam­ba samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Frétt mbl.is: Má ekki heita Sus­hi­sam­ba

Málarekstur út af heitinu Sushisamba hefur staðið yfir frá árinu 2011. Á öllum fyrri stigum málsins hefur Sushisamba ehf. haft betur, það er að segja fyrir Einkaleyfastofu, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og svo héraðsdómi. 

Stefnandi í málinu er Sam­ba LLC sem rekur veitingastaði í Bandaríkjunum undir sama nafni. 

Sus­hi­sam­ba ehf. var jafn­framt gert að greiða Sam­ba LLC end­ur­gjald upp á 1,5 millj­ónir króna vegna hag­nýt­ing­ar merk­is­ins. 

„Það verður að teljast verulega íþyngjandi að leggja þær skyldur á aðila sem eru að velja nafn fyrir sína vöru eða þjónustu, sem einungis er ætlunin að bjóða hér á landi, að framkvæma leitir út um allan heim og ganga úr skugga um að ekki sé til staðar ruglingslega líkt vörumerki annars staðar, til að koma í veg fyrir að lenda í málarekstri sem þessum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

Starfsemi á veitingastaðnum Sushisamba mun ekki breytast þótt nafni staðarins verði breytt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK