Ýmsar leiðir til hagræðingar í skoðun

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Styrmir Kári

Ýmsar leiðir til hagræðingar innan Icelandair Group eru til skoðunar en engar stórar ákvarðanir hafa verið teknar að sögn Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra félagsins. Hann nefnir þó að fyrir áramót hafi farangursheimild farþega á leið til og frá Norður-Ameríku verið breytt úr tveimur töskum í eina og segir Björgólfur það hluta af ákveðinni endurskoðun innan fyrirtækisins.

Hlutabréf Icelandair Group féllu um 23,9% í verði í dag í kjölfar til­kynn­ing­ar fé­lags­ins frá því í morg­un. 

Fyrri frétt mbl.is: Bréf Icelanda­ir hrynja í verði

Þar kem­ur fram EBITDA síðasta árs verði á bil­inu 210 til 220 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala en miðað við nú­ver­andi for­send­ur ger­ir fé­lagið ráð fyr­ir að EBITDA þessa árs verði aðeins 140-150 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala.

Aðspurður hvort að hann sjái fyrir sér að Icelandair þróist meira í átt að lággjaldaflugfélögum segir hann að mörg stærri og eldri flugfélög séu farin að velta fyrir sér ýmsum leiðum til þess að svara lággjaldaflugfélögum. „Þá hafa þessi flugfélög m.a. verið að skoða að í stað þess að hafa allt innifalið í flugmiðanum sé valkostur að hafa það ekki,“ segir Björgólfur. „En við höfum verið að vinna að ýmsum hugmyndum að undanförnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK