Þúsundir skráð sig hjá Costco

Hér má sjá væntanlegt útlit verslunar Costco í Kauptúni.
Hér má sjá væntanlegt útlit verslunar Costco í Kauptúni. Teikn­ing/​KRADS & THG arki­tekt­ar

Þúsundir íslenskra einstaklinga og lítilla fyrirtækja hafa þegar gerst meðlimir Costco að sögn Steve Pappas framkvæmdastjóra Costco í Bretlandi. Hann segir undirbúning opnunar ganga samkvæmt áætlun og hefur tímabundin skrifstofa fyrirtækisins verið opnuð á bílastæði væntanlegs vöruhúss í Kauptúni. Geta áhugasamir komið þar við og kynnt sér verslunina ásamt því að skrá sig.

Stefnt er að því að opna verslunina í lok maí en nánari dagsetning verður kynnt á næstu vikum.

Að sögn Pappas standa ráðningar nú yfir og ganga þær vel.

Ársaðild að vöru­húsi Costco fyr­ir ein­stak­linga kostar 4.800 krón­ur á ári og fyr­ir­tækjaaðild 3.800 krón­ur. Aðgang­ur að vöru­húsi Costco er aðeins heim­ill þeim sem eru með aðild og gild­ir hún í vöru­hús­um Costco um all­an heim en þau eru 725 tals­ins.

Vöruhús Costco í Kauptúni verður alls 14 þúsund fer­metr­ar.

Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Bretlandi.
Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Bretlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK