Sjálfvirkt landamæraeftirlit í Leifsstöð

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Isavia skrifaði á dögunum undir samning við fyrirtækið secunet um uppsetningu sjálfvirkra landamærahliða á Keflavíkurflugvelli.

Samningurinn er gerður að undangengnu útboði og í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögreglustjórann á Suðurnesjum, en landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli er framkvæmt af lögreglunni.

Alls verða tólf hlið sett upp í sumar og er gert ráð fyrir að þau muni hraða afgreiðslu í landamæraeftirliti og auka þægindi farþega, segir í fréttatilkynningu. 

Sjálfvirk landamærahlið lesa upplýsingar í vegabréfi farþega auk þess að bera myndina í vegabréfinu við mynd sem hliðið tekur af farþeganum á flugvellinum. Landamæraeftirlitið fylgist með notkun og taka lögreglan og landamæraverðir við ef hliðin telja að skoða þurfi ákveðið vegabréf betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK