Forseti Sýrlands á nýjum seðli

Hér má sjá seðilinn með andliti forsetans.
Hér má sjá seðilinn með andliti forsetans. AFP

Seðlabanki Sýrlands hefur gefið út nýjan 2.000 punda seðil og skartar hann andliti forseta landsins, Bashar al-Assad. Þetta er í fyrsta skipti sem Assad er settur á seðil. Sýrlenska pundið hefur hrunið í verði síðustu ár vegna stríðsins í landinu. 

Nýi seðilinn, sem er stærsti seðill í sögu sýrlenska pundsins, fór í umferð á nokkrum svæðum í landinu, m.a. höfuðborginni Damaskus í gær að sögn seðlabankastjórans Duraid Dergham.

Hann sagði að í ljósi þess hversu illa seðlarnir sem eru nú í umferð fannst bankanum viðeigandi að gefa út 2.000 punda seðilinn.

Á seðlinum má sjá andlit Assad einu megin en sýrlenska þingið hinu megin.

Verðmæti sýrlenska pundsins hefur hrunið í verði í kjölfar blóðugrar borgarastyrjaldar í landinu. Til að mynda hefur gengi sýrlenska pundsins gagnvart Bandaríkjadals veikst um 90% frá því að stríðið hófst í mars 2011.

2.000 sýrlensk pund jafngilda nú um fjórum Bandaríkjadölum eða um 414 íslenskum krónum.

Stærsti seðillinn í umferð í Sýrlandi hafði lengi verið þúsund punda seðill en á honum á sjá fyrrverandi forseta Sýrlands Hafez al-Assad sem var jafnframt faðir núverandi forseta.

Viðbrögð við nýja seðlinum hafa verið blendin og hafa sumir haft áhyggjur að hann muni hafa slæm efnahagsleg áhrif. Seðlabankastjórinn var þó ekki á því. „Það er engin ástæða til þess að örvænta útaf þessu,“ sagði hann við blaðamenn í Damaskus.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK