Segja stærð Icelandair áhyggjuefni

Skiptar skoðanir eru á sameiningu Iceland Travel og Gray line.
Skiptar skoðanir eru á sameiningu Iceland Travel og Gray line. Morgunblaðið/Kristinn

Fyrirtæki á hópferðamarkaði telja ólíklegt að sameining Iceland Travel og Gray line verði til góða. Einn stjórnandi hópferðafyrirtækis efast um að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir málið og annar telur að sameinað fyrirtæki komist í einokunarstöðu á leiðinni til og frá Keflavík. 

Greint var frá því að sam­komu­lag hef­ði náðst um sam­ein­ingu Ice­land Tra­vel ehf., sem er að fullu í eigu Icelanda­ir Group, og Gray Line, sem er í eigu stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og Ak­urs fjár­fest­inga slhf. Eft­ir sam­ein­ingu mun Icelanda­ir Group eiga 70% hluta­fjár í sam­einuðu fé­lagi og eig­end­ur Gray Line munu eiga 30% hlut.

Einn stjórnandi hópferðafyrirtækis sem mbl.is hafði samband við sagði að fréttir af sameiningunni hefðu komið á óvart þar sem Icelandair Group væri nú þegar langstærsta fyrirtækið í ferðaþjónustu á Íslandi. Hann telur ekki ólíklegt að Samkeppniseftirlitið grípi inn í. 

Hvernig dettur þeim í hug að þeir fái þetta samþykkt í ljósi stærðar fyrirtækisins?“

Annar stjórnandi tók í sama streng. Hann sagði að sameiningin hafi orðið til þess að fyrirtækið sé í heild of stórt. Það geri smærri fyrirtækjum erfiðara fyrir, sérstaklega í útboðum, og líklega verði allar ferðir til og frá Keflavík á vegum þessa fyrirtækis.  

Hann bætir hins vegar við að sameiningin lýsi þróuninni í ferðaþjónustu. Gengishækkanir hafi haft slæm áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja og samþjöppun verði æ fýsilegri. 

Sá þriðji er á öndverðum meiði. Honum líst vel á á sameininguna og nefnir að of auðvelt sé að fá leyfi fyrir rekstri hópferðabíla. Það hafi orðið til þess að markaðurinn sé of þéttskipaður og verð hafi lækkað um of. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK