Þurftu að vinna fjármögnun upp á nýtt

John Fenger, stjórnarformaður Thorsil.
John Fenger, stjórnarformaður Thorsil. mbl.is/Golli

Kísilfyrirtækið Thorsil var búið að tryggja fjármögnun að fullu haustið 2016 en eftir að kæra vegna starfsleyfis dró verkefnið á langinn hefur fyrirtækið þurft að vinna ýmislegt í þeim efnum upp á nýtt. Ekki er kveðið á um tímaramma í samningum fyrirtækisins við Reykjanesbæ en stjórnarformaður Thorsil segir að gengið verði frá fjármögnun á næstu mánuðum. 

Thorsil áform­ar að reisa kís­il­verk­smiðju í Helgu­vík, þar sem til stendur að fram­leiða 54 þúsund tonn af kís­il­málmi ár­lega.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands og Land­vernd kærðu út­gáfu Um­hverf­is­stofn­un­ar á starfs­leyfi kís­il­málm­verk­smiðju Thorsil í Helgu­vík í sept­em­ber 2015 og úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi leyfið úr gildið í lok októ­ber 2016. Um­hverf­is­stofn­un gaf út nýtt leyfi í fe­brú­ar 2017 sem sam­tök­in kærðu og í júlí var úrskurðað að starfsleyfi Thorsil stæði. 

„Þá er liðið rúmt ár frá fjármögnun og við þurftum að fara í gegnum þetta ferli aftur og uppfæra ýmsa samninga. Þar stöndum við núna. Síðan þurfa aðilar sem koma að fjármögnuninni að fara aftur með málið fyrir sínar stjórnir og fá samþykki. Þá getum við gengið frá þessu og það gæti gerst á næstu mánuðum,“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil. 

„Værum í allt annarri stöðu“

Hann segir að útlitið á kísilmarkaði sé gott eftir verðhækkanir síðustu mánuði. Gangi allt upp gætu fram­kvæmd­ir haf­ist að ári og fram­leiðsla árið 2020. Í byrjun var lagt upp með að hefja framleiðslu 2018 en málsmeðferð í stjórnsýslunni vegna tveggja kæra frestaði áformunum. „Ef þetta hefði verið klárt í október 2015 værum við í allt annarri stöðu,“ segir John. 

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykjanesbæjar, segir aðspurður að enginn tímarammi sé í samningum bæjarins við Thorsil. „Þeir eru komnir með öll leyfi og eru að vinna í fjármögnun. Það eru ekki önnur verkefni sem bíða í röðum að koma í Helguvík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK