Engar reddingar á fasteignamarkaði

Ljósmynd/Aðsend

Nú er ekki tíminn til þess að auka skuldsetningu eða gíra upp það eigið fé sem hefur skyndilega myndast eftir verðhækkanir í ár. Þetta segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands. 

Ásgeir hélt erindi á hádegisfundi sem Félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir í dag. Var yfirskrift fundarins Er grunnur fasteignamarkaðarin stöðugur?

„Allar lausnir hljóta að byggja á langtímastefnu, það er því miður ekki hægt að redda neinu í dag,“ segir Ásgeir. „Það að dæla meira fjármagni á markaðinn hækkar bara verðið.“ 

Hann segir að framboð nýrra íbúða hafi verið seint að bregðast við aukinni eftirspurn vegna hindrana í skipulagsmálum. Hins vegar muni nýbyggingar leiða áfram fjárfestingu og hagvöxt næstu 2-3 en þá muni framboð á markaði aukast til muna. 

„Þetta er bara spurning um tíma, það verður mikið framboð á markaðinum eftir 2-3 ár.“ 

Misskilningur um áhættu

Fasteignaverð hefur fylgt launum nokkuð þétt að þar til á þessu ári. Ásgeir telur óvíst að fasteignaverð muni hækka mikið meira í bili nema að launaskriðið haldi áfram. 

Hann segir að misskilnings gæti um að fasteignir séu örugg fjárfesting, að eiga húsnæði sé áhættusamt þegar markaðurinn sé sveiflukenndur. Þá veltir hann upp þeirri spurningu hvort ungt fólk sé að flytja of mikið fé í framtíðina í ljósi þess að hversu hátt hlutfall það greiðir í lífeyrissjóði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK