Undirbúa tillögur um endurbætur

Unnið er að hreinsun lóðar kísilvers United Silicon í Helguvík.
Unnið er að hreinsun lóðar kísilvers United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Enn er unnið að tillögum um endurbætur á kísilveri United Silicon í Helguvík til að draga úr mengun. Stjórnendur fyrirtækisins hafa farið yfir drög norsku ráðgjafanna hjá Multiconsult og nú liggur fyrir að útfæra þær, forgangsraða aðgerðum og kostnaðarmeta.

Framleiðsla hefur legið niðri í verksmiðjunni um skeið og ekki er heimilt að ræsa hana fyrr en gerðar hafa verið úrbætur sem Umhverfisstofnun samþykkir. Keyptur hefur verið öflugri afsogsbúnaður en þar er fyrir og er hann á leið til landsins. Hann á að draga úr hættu á að mengun berist frá verksmiðjunni.

Undirbúa nauðasamninga

Samkvæmt upplýsingum Karenar Kjartansdóttur, upplýsingafulltrúa United Silicon, vinna starfsmenn að viðhaldi og endurbótum á verksmiðjunni auk þess sem reynt er að styrkja það í starfi með námskeiðum.

Viðræður standa yfir við kröfuhafa vegna nauðasamninga. Stefnt er að því að þeim ljúki fyrir lok greiðslustöðvunartímabils, 4. desember nk.

Karen tekur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu að nýju. Megináherslan sé að vanda vel til verka við undirbúninginn. Hún segist vonast til að stjórn félagsins, kröfuhafar og Umhverfisstofnun fái á næstunni betri yfirsýn yfir það hvað þurfi að gera.

Karen bendir á að verð á kísilmálmi hafi verið að hækka að undanförnu. Telji stjórnendur fyrirtækisins að umtalsverð tækifæri felist í þessu verkefni, með því að vandað verði til verka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK