Leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Mauricio Macri, forseti Argentínu, ávarpaði þjóðina í gær.
Mauricio Macri, forseti Argentínu, ávarpaði þjóðina í gær. AFP

Stjórnvöld í Argentínu hafa leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í því skyni að koma í veg fyrir að niðursveiflan í hagkerfinu magnist frekar. Þau munu óska eftir láni að fjárhæð 30 milljarðar Bandaríkjadala, eða jafngildi 3.100 milljarða króna. 

Mauricio Macri forseti staðfesti í ávarpi til argentínsku þjóðarinnar í gær að hann hefði rætt við Christinu Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að hefja samningaviðræður, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC

Greint var frá því í síðustu viku að seðlabanki Argentínu hefði hækkað stýrivexti í þriðja skiptið á átta dögum, að því sinni upp í 40%. Það var viðbragð við því að virði argentínska pesóans hefði fallið mikið að undanförnu en á síðustu tólf mánuðum hefur pesóinn glatað fjórðungi af virði sínu. 

Verðbólga hef­ur lengi verið vanda­mál í Arg­entínu og var 25% á síðasta ár, sú hæsta í Suður-Am­er­íku fyr­ir utan Venesúela.

Sautján ár eru frá gjaldfalli Argentínu og kenna margir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um og þeirri efnahagsstefnu sem hann átti þátt í að innleiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK